Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks - ársskýrsla 2021

Page 1

Ársskýrsla 2021


Um ársskýrsluna Maí 2022 Útgefandi: Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks Ritstjórn og ábyrgð: Selma Kristjánsdóttir Hönnun og uppsetning: Tómas Bolli Hafþórsson


Ársskýrsla 2021

Stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks

Stjórn og starfsmenn

Arndís Arnardóttir til apríl, SA Eiður Stefánsson formaður frá júní, LÍV Davíð Þorláksson frá apríl til desember, SA Hugrún Elvarsdóttir frá desember, SA Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður til júní og seta í stjórn til nóvember, SA Ragna Vala Kjartansdóttir frá nóvember, SA Sara Dögg Svanhildardóttir til júní, SA Selma Árnadóttir til júní, VR Sigurður Sigfússon, VR Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir frá júní, VR Varamenn: Björg Ársælsdóttir, SA Gils Einarsson, LÍV Heiðrún Björk Gísladóttir, SA Starfsmenn sjóðsins eru: Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir til maí, Selma Kristjánsdóttir og Sandra Ósk Jóhannsdóttir. Löggiltur endurskoðandi sjóðsins er Sigríður H. Sveinsdóttir, KPMG. Sex stjórnarfundir voru haldnir á árinu.

Hlutverk og markmið Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks var stofnaður þann 14. maí árið 2000 á grundvelli kjarasamnings á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og VR og LÍV hins vegar. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til menntunar félagsfólks og styrkja aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins til starfs- og endurmenntunar starfsfólks síns. Sjóðurinn veitir einnig styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna. Iðgjald atvinnurekenda til sjóðsins er 0,30% af launum félagsfólks en aðildarfélögin greiða fjórðungs mótframlag af greiddu framlagi atvinnurekenda.

Hlutverk Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks er: 1. Að auka starfshæfni og menntunarstig félagsfólks sjóðsins sem leitt getur til virðisauka fyrir það og fyrirtækin. 2. Að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja sem greiða í sjóðinn með aukinni menntun starfsfólks. 3. Að stuðla að aukinni virðingu fyrir störfum í verslunar-, þjónustu- og skrifstofugreinum m.a. með því að styðja við áframhaldandi þróun náms- og raunfærnimats fyrir greinarnar. 4. Að hvetja félagsfólk til náms. 5. Að hvetja fyrirtæki til að hækka menntunarstig í fyrirtækjum.

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

3


Yfirlit yfir breytingar og þróun sem átt hafa sér stað hjá s 2014

2016

Breyting á reglum. Ekki lengur stig, nú réttur. Styrkur 75% af reikningi – 90.000 kr. eða uppsöfnun 270.000 kr.

Uppsöfnun tekur gildi. 270.000 kr. ef styrkur hefur ekki verið nýttur í 36 mánuði.

2017 Tómstund hefur ekki áhrif á uppsöfnun.

Einstaklingar 2014

2016

Tveggja ára aðlögunartímabil hefst, val á milli stiga eða réttar.

Námskeið skilgreind. Forvörn styrkhæf, ekki meðferð.

2017

2015

2015

Vinna hefst að sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða – Áttin.is.

Fræðslustjóri að láni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki samþykkt.

Sameiginlegur styrkur fyrirtækja og starfsfólks – ef nám 500.000 kr. eða hærra (diplómanám undanþegið).

Fyrirtæki 2015

2015

2016

2017

Styrkur til fyrirtækja hækkaður úr 30.000 kr. í 50.000 kr. per einstakling.

Áttin – sameiginleg vefgátt fyrirtækja aðgengileg til notkunar.

Fræðslustjóri að láni ekki dreginn af rétti fyrirtækis.

Viðmið á sameiginlegum styrk lækkað niður í 200.000 kr.

2014-2016

2017

2018-2021

Rannsókn unnin á vegum sjóðsins á ávinningi SVS fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Rýnihópavinna – karlar 35+ og sókn þeirra í sjóðinn.

Sameiningarviðræður við SV enn í gangi.

Þróunarvinna SVS 2014

2015

2017

Þróun á rafrænni nálgun varðandi afgreiðslu fyrirtækjastyrkja.

Áttin – þróunarvinna.

Þróun á Diplómanámi í verslunarstjórnun og viðskiptafræði HR og Bifröst. Samstarf með SVÞ.

4

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021


sjóðnum á árunum 2014 til 2021 2017

2021

Hækkun á veittum styrk. 90% af reikningi – 130.000 kr. og 390.000 kr. í uppsöfnun. Tómstund 50% – 30.000 kr. og ferðastyrkur 50% – 40.000 kr. Hægt að nýta uppsafnaðan ferðastyrk – 120.000 kr.

Yfirlitsskjal yfir hvað er styrkhæft.

2017

2020

2021

Raunfærnimat þeirra sem falla utan markhóps FRÆ styrkhæft sem starfstengdur styrkur.

Viðmiðum hvað er námskeið af hálfu sjóðsins sett í reglur sjóðsins.

Yfirlitsskjal yfir leiðirnar þrjár.

2018 Aðildarfélögum heimilt að sækja um sérstaka styrki til sjóðsins vegna fræðslu félagsfólks.

2019

2019 Rafrænt námsumhverfi styrkhæft.

Stutt sérstaklega við rafræna fræðslu innan fyrirtækja.

2017

2019

2019

Viðmiðunartala á innri fræðslu við afgreiðslu á lækkuðu iðgjaldi hækkuð úr 7.500 kr. í 12.500.

Úttekt unnin á Fræðslustjóra að láni – samstarfsverkefni sjóða.

Hækkun og breyting á rétti fyrirtækja og útgreiðslu styrkja til fyrirtækja samþykkt. 90% greitt af reikningi, hámark 130.000 kr. per. einstakling. Réttur fyrirtækja 3 milljónir á ári. Tekur gildi 1. janúar 2020.

2018

2018 Rannsókn meðal fyrirtækja og trúnaðarmanna á viðhorfi til náms í verslun.

Samstarfsverkefni með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar – fræðsluþörf fyrirtækja í ferðaþjónustu.

2021 Þátttaka í þróun á Stafrænu hæfnisetri með VR, SVÞ og HR.

2018

2018

2018-2021

Niðurgreiðsla til fyrsta hóps í Diplómanámi – 50.000 kr., svo 25.000 kr. síðan er því hætt.

Forystubraut SVÞ og Tækniskólans. Varð síðar Stafræn viðskiptalína á viðskiptabraut hjá Verzlunarskóla Íslands 2019.

Fagnám verslunar og þjónustu – fagbréf. Samstarfsverkefni SVS/VR, SVÞ, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Mímis símenntunar og Verzlunarskóla Íslands. Námið er í boði hjá Verzlunarskóla Íslands.

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

5


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins Yfirlit yfir starf ársins Félagsfólki sem sótti um styrk í sjóðinn fækkaði um 266 milli ára. Heildarútgreiðsla einstaklingsstyrkja dróst saman um rúmar 7 milljónir króna eða um 1% milli ára. Upphæð greiddra styrkja til fyrirtækja hækkaði aftur á móti um rúmlega 12,5 milljónir milli ára eða um rúm 25%. Aukningin á rætur að rekja til þess að breyting var gerð á því hvernig réttur fyrirtækja myndast í sjóðinn. Frá 1. janúar 2020 áttu öll fyrirtæki sem staðið höfðu í skilum við sjóðinn og greitt iðgjöld samfellt í 12 mánuði frá umsóknardegi, rétt á þriggja milljóna króna styrk að hámarki á ársgrundvelli. Áður gat hámarksstyrkur sem fyrirtæki sóttu um numið helmingi af greiddum iðgjöldum þeirra til sjóðsins síðastliðna 36 mánuði til frádráttar áður útgreiddum styrkjum á tímabilinu. Önnur verkefni á árinu Fulltrúar VR/LÍV í stjórn SVS sendu frá sér bókun vegna afstöðu sinnar til tillagna sem lagðar voru fram af hálfu starfshóps um aukið samstarf starfsmenntasjóða. Tillagan fól í sér yfirgripsmiklar breytingar á umsjón og starfsemi sjóðanna, SVS, Landsmenntar og Starfsafls. Fulltrúar VR/LÍV í stjórn SVS höfnuðu tillögum samstarfshópsins og sendu frá sér bókun um afstöðu sína þar sem tillagan var ekki talin til hagsbóta fyrir félagsfólk sjóðsins, né umgjörð SVS í heild sinni. Tilraunaverkefni Símans og aðkeypt ráðgjöf fyrir nemendur var samþykkt. Stefnumótun SVS frestað til 2022. Stafrænt hæfnisetur þróast í stafrænan ofurklasa og síðar í stafrænan hæfniklasa, aðkoma SVS til umræðu og samþykkt að veita klasanum styrk. Markaðsefni SVS uppfært í myndrænna form, Leiðirnar 3 og Hvað er styrkhæft? Efnið aðgengilegt á vefsíðu sjóðsins. Markaðsherferð Áttarinnar samþykkt af hálfu SVS. Þróunarstyrkur til Skákgreindar- gervigreind samþykktur. Samþykkt að taka þátt í kostnaði á nýrri nálgun á raunfærnimati á móti viðmiðum atvinnulífsins. Áframhaldandi samvinna um Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun í samvinnu við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Reglulegir fundir haldnir með verkefnastjórn. Fagnám og raunfærnimat í verslun og þjónustu varð að veruleika 2020 með vinnu aðila í þróunar- og stýrihópi. Reglulegir fundir með verkefnastjórn haldnir 2021.

6

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021

SVS sér um umsjón og rekstur Áttarinnar sem er vefgátt starfsmenntasjóða á almenna markaðinum. Á vef Áttarinnar geta fyrirtæki sótt um styrk til margra sjóða á sama tíma með einni umsókn. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar – áframhaldandi samstarfsverkefni ásamt samstarfssjóðum á almennum vinnumarkaði til þess að efla fræðslu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Áfram var unnið að því að setja á fót miðlægan gagnagrunn fyrir stéttarfélögin innan Landssambands íslenzkra verzlunarmanna vegna sjóðsins. Mánaðarleg gögn frá AFLI Starfsgreinafélagi og Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri lesast inn í grunn sjóðsins. Greidd iðgjöld til sjóðsins voru kr. 782.255.393 árið 2021 en úthlutaðir styrkir úr sjóðnum voru að upphæð kr. 805.107.308. Eitt af meginmarkmiðum stjórnar sjóðsins

Hlutfall styrkja af iðgjöldum

Mynd 2

120%

111,4%

108,6%

110%

101,2%

100% 90%

102,9%

80,7%

80% 70%

103,9%

68,2%

70%

69,2%

2016

2017

60% 50% 40% 30% 20% 10% 0

2013

2014

2015

2018

2019

2020

Iðgjöld og styrkir á verðlagi hvers árs

2021

Mynd 1

Styrkir

Millj. 800 700 600 500 400 300 200 100 0

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2021


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins undanfarin misseri hefur verið að 90% af iðgjöldum sjóðsins nýtist beint í styrki til hæfniaukningar fyrir félagsfólk sjóðsins og fyrirtæki sem að sjóðnum standa. Aukning greiddra styrkja hefur vaxið undanfarin ár og 2018 fara styrkir yfir framlög iðgjalda og hafa haldist þannig undanfarin þrjú ár. Greiddir styrkir úr sjóðnum umfram iðgjöld eru að upphæð kr. 22.851.915 eða tæp 103% kr. árið 2021. Sjá mynd 1 og 2.

Fjöldi einstaklinga

Mynd 3

VR

Önnur félög

9.000 7.926

8.000 7.000

7.842

7.322

7.570

6.595

6.197

6.000 5.000 4.000

Einstaklingsstyrkir Sjóðsfélagar SVS tilheyra 10 stéttarfélögum sem mynda Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV). AFL Starfsgreinafélag Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri (FVSA) Framsýn stéttarfélag Stéttarfélag Vesturlands (Stétt. Vest) Stéttarfélagið Samstaða (Samstaða) Verkalýðsfélag Snæfellinga (Verk. Snæ) Verkalýðsfélag Vestfirðinga Verkalýðsfélag Þórshafnar Verslunarmannafélag Skagfirðinga VR Stéttarfélögin sjá um afgreiðslu og þjónustu einstaklingsstyrkja til síns félagsfólks. Greining einstaklingsstyrkja byggir á gögnum frá öllum 10 aðildarfélögum. Heildarútgreiðsla einstaklingsstyrkja í ársreikningi nam 740.886.774 kr., eða rúmum 7 milljónum lægra en árið áður. Einstaklingar sem fengu greidda styrki 2021 voru samtals 8.094 og fækkaði um 266 einstaklinga frá árinu áður, en þá fengu 8.360 einstaklingar greidda styrki frá sjóðnum, sjá mynd 3. Við greiningu á gögnum er hver einstaklingur eingöngu talinn einu sinni, ekki er miðað við fjölda umsókna á hverju ári. Á árinu 2021 fengu 778 félagsmenn 3ja ára uppsafnaðan styrk greiddan sem var að hámarki 390.000 kr. Árið 2020 voru það 714 sem nýttu sér uppsafnaðan rétt og var því aukning milli ára í greiðslu á uppsöfnuðum styrk til félagsfólks sjóðsins. Meðalupphæð styrkja til einstaklinga árið 2021 hækkaði um tæplega 2.000 kr. úr 70.080 kr. í 71.781 kr. Sjá mynd 4. Sjá má meðalupphæð styrkja milli félaga á mynd 5, en þar má sjá áberandi háa tölu hjá einu aðildarfélaginu. Skýringin á því er sú að hærra hlutfall félagsfólks þess nýtti sér uppsöfnun á árinu sem hefur svo áhrif á meðaltalsgreiðslu þess félags.

3.000

2021

2.000 1.000 0

758

567 2016

574

2017

2018

552 2019

518 2020

Meðalupphæð styrkja til einstaklinga

524 2021

Mynd 4

Þús. 75 67.5

65.480

65.666

2018

2019

70.080

71.781

2020

2021

60 52.5

48.695

48.054

2016

2017

45 37.5 30 22.5 15 7.5 0

Meðalupphæð eftir félögum Verk. Þórshafnar Versl. Skagafjarðar

33.664 kr. 50.982 kr.

Framsýn

68.198 kr.

VR

71.137 kr.

Afl

75.318 kr.

Verk vest

81.410 kr.

Fvsa

84.578 kr.

Stétt. vest Samstaða Verk. Snæfellinga

Mynd 5

90.835 kr. 94.064 kr. 145.938 kr.

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

7


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins Heildarupphæð einstaklingsstyrkja VR

Mynd 6

Fjöldi styrkja eftir aldri – VR VR

Önnur félög

3.200

800

2.749 2.481

2.400

600

2.000

500

1.810 1.715 1.732

1.600

400

1.170 1.144 1.161

1.200

300

740 776

400

100

0

0 2016

2017

2018

2019

2020

Yngri en 25 ára

2021

Heildarupphæð greiddra einstaklingsstyrkja árið 2021 var 740.886.774 kr. á móti 2020 747.909.838 kr. . Ekki er um að ræða miklar breytingar á heildarupphæð til einstaklingsstyrkja milli ára eða rétt um 7 milljónir króna. Sjá mynd 6. Á mynd 7 er horft til meðalupphæðar á styrk eftir aldri á árunum 2020 og 2021. Sjá má að aldurshópurinn 45-54 ára er sá hópur sem hefur fengið úthlutað hæstu meðalupphæðinni 2021, en meðalupphæðin hefur einnig aukist mest hjá þeim aldurshópi milli ára. Flestar umsóknir félagsfólks VR koma frá aldurshópnum 25-34 ára og svo yngsta hópnum sem er undir 25 ára, sjá mynd 8.

25-34 ára

35-44 ára

Hjá hinum LÍV félögunum er yngsti hópurinn (undir 25 ára) öflugri í fjölda umsókna en fast á hæla þeirra kemur aldurshópurinn 25-34 ára árið 2021, sjá mynd 9.

Meðalupphæð eftir aldri 2020

Þús.

Mynd 7

2021

45-54 ára

55 ára og eldri

Fjöldi styrkja eftir aldri – önnur félög

Mynd 9

630

Önnur félög

2019

2020

2021

500 450 400 350 300 250 200

318 263 203

191

198

196

142

150

98

100

61

70

80

50

104 52 24

0 Yngri en 25 ára

25-34 ára

35-44 ára

45-54 ára

Hlutdeild kynja eftir aldri Karlar

55 ára og eldri

Mynd 10

Konur

100%

90

90%

80

80%

70

70%

60

62%

59%

63%

60%

50

70%

79%

50%

40

40%

30

30%

20

20%

10

8

931

800

200

0

2021

3.025

2.800

700

2020

3.567 3.566 3.380

3.600

Millj.

2019

Mynd 8

38%

42%

37%

10% Yngri en 25 ára

25-34 ára

35-44 ára

45-54 ára

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021

55 ára og eldri

0

Yngri en 25 ára

25-34 ára

35-44 ára

30%

45-54 ára

21% 55 ára og eldri


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins Skipting styrkja 2021

Mynd 11 0.7%

0.6%

12%

Starfstengt nám 86.7% Tómstundanám 12%

86.7%

Sameiginlegur styrkur 0.7%

87.4%

eru vegna starfstengds náms innanlands eða erlendis.

Ferðastyrkir 0.6%

Töluvert fleiri konur en karlar sækja um styrki úr sjóðnum í öllum aldurshópum eins og sjá má á mynd 10, en fleiri konur eru sjóðsfélagar en karlar. Þrátt fyrir að fleiri konur en karlar séu sjóðsfélagar skýrir fjöldi þeirra einn og sér ekki hvers vegna karlar sækja síður um í sjóðinn. Skiptingu einstaklingsstyrkja má sjá á mynd 11. Meirihluti greiddra einstaklingsstyrkja eða 87,4% eru vegna starfstengds náms innanlands eða erlendis og lækkar aðeins milli ára en greiddir styrkir vegna starfstengds náms var 2020 97% . Á mynd 12 má sjá hvernig starfstengt nám flokkast niður eftir því hvaða lið umsækjandi hakar í við umsókn. 36% styrkja eru vegna háskólanáms. Þar getur verið um að ræða grunn- og meistaranám, stök námskeið innan háskóla sem veita einingar og/eða frekari réttindi. Nám eða námskeið sem er ekki metið til eininga eða til aukinna réttinda verður að falla að viðmiðum sjóðsins um skilgreiningu og skilyrði námskeiðs og verður að tengjast starfi eða starfsþróun sjóðsfélaga til að teljast styrkhæft. Nánari skilgreining á hvað telst styrkhæft samkvæmt reglum sjóðsins er að finna á vef sjóðsins.

36% styrkja eru vegna háskólanáms.

Starfstengdur styrkur – tegund náms

Mynd 12

1%

4%

3%

3%

4% 6%

36%

12%

14%

17%

Ráðstefna 1% Tölvunámskeið 3% Tungumálanám 3% Námskeið í starfstengdri sjálfsstyrkingu /starfstengd markþjálfun 4% Vottuð námsleið í símenntunarmiðstöð 4%

Íslenska fyrir útlendinga 6% Starfstengt símenntunarnámskeið 12% Annað (t.d. meirapróf, lyftarapróf) 14% Framhaldsskólanám 17% Háskólanám 36%

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

9


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins Fyrirtækjastyrkir

11.600

Greiddir styrkir til fyrirtækja og samtaka ásamt þeirri upphæð sem greidd er vegna „Fræðslustjóra að láni“ voru samanlagt rúmar 62,5 milljónir króna og er hlutfall þeirra tæplega 8% af heildarstyrkjum sjóðsins, en var 6% árið áður. Upphæð greiddra styrkja til fyrirtækja og samtaka hækkaði um rúmlega 12,5 milljónir milli ára eða um rúmlega 25%. Rekja má þessa hækkun til breytinga sem gerð var á möguleika fyrirtækja á hámarksstyrk 2020. Nú geta fyrirtæki sem standa í skilum við sjóðinn sótt um styrki til sjóðsins að hámarki þrjár milljónir króna en réttur fyrirtækja var áður háður greiddum iðgjöldum á 36 mánaða tímabili.

Heildarfjöldi starfsfólks á bak við styrki

10

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021

6.143

5.347

Fjöldi fyrirtækjastyrkja

Mynd 14

900 800 700 600

Árið 2021 bættust sex ný fyrirtæki við í hóp fyrirtækja sem tekið hafa þátt í verkefninu „Fræðslustjóri að láni“ en þau voru einungis þrjú árið áður. Þetta eru fyrirtækin; BYKO, Fjarðarkaup, Árvakur, Fastus, Arctic Trucks og Skeljungur. „Fræðslustjóri að láni“ er samstarfsverkefni fræðslusjóða innan Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem byggir á því að lána mannauðsráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja.

Lækkað iðgjald Fræðslustjóri að láni

Talsverð fækkun hefur verið á fjölda styrkja til fyrirtækja milli ára þó svo styrkupphæðir fari vaxandi. 475 styrkir vegna námskeiðahalds voru veittir til fyrirtækja 2021 á móti 519 árið áður og 564 styrkjum árið 2019. Reikna má með að Kórónufaraldurinn hafi haft áhrif á fjölda styrkja til fyrirtækja 2021 og 2020. Sjá mynd 14. Fyrirtæki á lækkuðu iðgjaldi voru 22 í lok árs 2021 sem er tveimur fyrirtækjum færri en árið áður. Sjá mynd 15. Þau fyrirtæki sem voru á lækkuðu iðgjaldi greiddu 0,10% iðgjald til SVS í stað 0,30%. Þessi fyrirtæki hefðu greitt um rúmlega 69,5 milljónir í iðgjöld ef þau hefðu verið á fullu iðgjaldi, en greiddu rétt rúmlega 23 milljónir og er afsláttur þeirra því rúmlega 46 milljónir króna. Fyrirtæki sem hafa fengið samþykkta lækkun á iðgjaldi geta ekki sótt um aðra styrki til sjóðsins á meðan lækkunin gildir.

Mynd 13

Fyrirtækjastyrkir 136

Fyrirtæki sem voru á lækkuðu iðgjaldi 2021 fengu sem nemur 46.350.245 kr. í afslátt á iðgjöldum til sjóðsins. Þar sem sú tala kemur ekki fram í bókhaldi sjóðsins er ekki hægt að gera grein fyrir henni sem hlutfalli af heildarstyrkjum sjóðsins. Þó má benda á að þessi upphæð er veruleg í samhengi við aðra greidda styrki til fyrirtækja. Styrkveiting SVS til fyrirtækja náði samtals til rúmlega 11.600 sjóðsfélaga sem er fjölgun um u.þ.b. 1.700 einstaklinga milli ára. Þá eru talin með öll verkefni sjóðsins, þ.e. fyrirtæki sem hafa sótt um námskeiðsstyrki, „Fræðslustjóra að láni“ eða verið á lækkuðu iðgjaldi. Dreifing styrkjanna eftir fjölda starfsfólks sést á mynd 13.

Styrkveiting SVS til fyrirtækja náði samtals til rúmlega 11.600 sjóðsfélaga sem er fjölgun um u.þ.b. 1.700 einstaklinga milli ára.

500

532

563

564

519

458

475

400 300 200 100 0 2016

2017

2018

2019

2020

2021


Yfirlit yfir starfsemi sjóðsins Fjöldi fyrirtækja á lækkuðu iðgjaldi 24

24

23

Mynd 15 24

22

22

22

20 18

17

16 14

Sjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að nýsköpun og þróun, hafa yfirfærslugildi og nýtast þannig starfsgreinum sem tilheyra sjóðnum. Við mat á verkefnum tekur stjórn SVS mið af markmiðum sjóðsins ásamt því að hafa að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svarar þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. Nánari skilgreining á skilmálum er að finna á vef sjóðsins.

12 10

Árið 2021 voru eftirfarandi verkefni styrkt:

8

Gervigreind fyrir alla (þróun hugbúnaðar sem gerir nám aðgengilegra auk þróun námsefnis sem veitir starfsfólki grunnþekkingu í notkun gervigreindar í leik og starfi).

6 4 2 0 2016

2017

2018

2019

2020

Fræðslustjóri að láni

2021

Mynd 16

33 30 27 24

23

24

24 22

22

21 18

Þróunar- og nýsköpunarverkefni

17

15 12 9 6 3 0 2016

2017

2018

2019

2020

2021

Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og vinnur greiningu á þörfum þess í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk.

Þýðing á handbók trúnaðarmannsins á pólsku og uppfærsla á smáforritinu OK (Orðakistan). Þróun náms í verslun og þjónustu Á árinu 2020 hóf fyrsti hópur göngu sína í Fagnámi og raunfærnimati í verslun og þjónustu í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, Mími, VR/SVS, Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þróunarhópur námsins fundaði reglulega árið 2021. Frá upphafi hafa 69 nemendur innritast í námið og 9 hafa útskrifast með fagbréf. Sumir nemendanna halda áfram námi og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu. Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með aðkomu fulltrúa Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Námið er fyrsta fagháskólanám sem þróað er á Íslandi. Diplómanámið hóf göngu sína 2018 og hafa 64 nemendur verið skráðir í námið frá upphafi þess 2018. Mynd 17

Fjöldi sameiginlegra styrkja 100 90

Árið 2017 samþykkti stjórn sjóðsins að setja á laggirnar sameiginlegan styrk einstaklings og fyrirtækis. Með því móti er möguleiki að hámarka rétt beggja aðila í sjóðinn á móti einum greiddum reikningi. Skilyrðin fyrir slíkri umsókn er að námsgjaldið sé hærra en kr. 200.000 og yfirlýsing fylgi frá fyrirtækinu að um sameiginlega umsókn sé að ræða af beggja hálfu. Einstaklingur sækir um sameiginlega umsókn í sjóðinn hjá sínu stéttarfélagi. Nánari útskýringar og leiðbeiningar um sameiginlegan styrk fyrirtækja og einstaklings má finna á vef sjóðsins. Fjöldi sameiginlegra umsókna fer fjölgandi milli ára eins og sjá má á mynd 17.

80 69

70

63

60 50 39

40 30

29

20 10 0

2018

2019

2020

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

2021

11


Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar og eigenda Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks Áritun um endurskoðun ársreikningsins Álit Við höfum endurskoðað ársreikning Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (“sjóðurinn”) fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu sjóðsins 31. desember 2021 og afkomu hans og breytingu á handbæru fé á árinu 2021, í samræmi við lög um ársreikninga.

Grundvöllur álits Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins í árituninni. Við erum óháð félaginu í samræmi við alþjóðlegar siðareglur fyrir endurskoðendur. Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.

Ábyrgð stjórnar á ársreikningnum Stjórn er ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fyrir því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð ársreikningsins ber stjórn að leggja mat á rekstrarhæfi félagsins og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áframhaldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa félagið upp eða hætta starfsemi þess, eða hafi engan annan raunhæfan kost en að gera það. Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort ársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst áreiðanleiki en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur ársreikningsins taka á grundvelli hans.

12

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021


Áritun óháðs endurskoðanda Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni. Að auki: Greinum við og metum hættu á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, að einhverju sé viljandi sleppt, villandi framsetningu eða að farið sé framhjá innra eftirliti. Öflum við skilnings á innra eftirliti, sem varðar endurskoðunina, til að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til að veita álit á virkni innra eftirlits sjóðsins. Metum við hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda og tengdar skýringar séu viðeigandi. Ályktum við um hvort notkun stjórnar og framkvæmdastjóra á forsendu reikningsskilanna um rekstrarhæfi sé viðeigandi og metum, á grundvelli endurskoðunarinnar, hvort aðstæður séu til staðar sem valdið gætu verulegum vafa um rekstrarhæfi sjóðsins. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur, í áritun okkar, að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins eða, ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi, að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Samt sem áður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni gert sjóðinn órekstrarhæfan. Metum við framsetningu, uppbyggingu og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum, og hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum. Við upplýsum stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.

Staðfesting vegna annarra ákvæða laga Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum ársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Reykjavík 5. maí 2022

KPMG ehf.

Sigríður Helga Sveinsdóttir, endurskoðandi

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

13


Skýrsla stjórnar Ársreikningur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks fyrir árið 2021 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Umframráðstöfun fjármagns umfram iðgjöld ársins 2021 nam 7,1 m.kr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir sjóðsins 946,4 m.kr, bókfært eigið fé í árslok 882,1 m.kr. og var eiginfjárhlutfall sjóðsins 93% í árslok. Sjóðurinn var stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verslunarmanna (LÍV) hins vegar, þann 14. maí 2000. Hlutverk Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks samanstendur af fimm atriðum, en þau eru: Að auka starfshæfni og menntunarstig félagsfólks sjóðsins sem leitt gæti til virðisauka fyrir þá og fyrirtækin. Að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja sem greiða í sjóðinn með aukinni menntun starfsfólks. Að stuðla að aukinni virðingu fyrir störfum í verslunar-, þjónustu- og skrifstofugreinum með því m.a. að styðja við áframhaldandi þróun náms fyrir þá sem starfa við þau. Að hvetja félagsfólk til náms. Að hvetja fyrirtæki til að hækka menntunarstig í fyrirtækjum. Það er álit stjórnar Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks að í ársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu sjóðsins í árslok, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu. Stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks staðfestir hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 2021 með undirritun sinni. Reykjavík 5. maí 2022

Í stjórn

Arndís Arnardóttir til apríl, SA Eiður Stefánsson formaður frá júní, LÍV Davíð Þorláksson frá apríl til desember, SA Hugrún Elvarsdóttir frá desember, SA Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður til júní og seta í stjórn til nóvember, SA Ragna Vala Kjartansdóttir frá nóvember, SA Sara Dögg Svanhildardóttir til júní, SA Selma Árnadóttir til júní, VR Sigurður Sigfússon, VR Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir frá júní, VR

14

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021


Rekstrarreikningur ársins 2021 Skýr.

2021

2020

..................................................

625.804.301

575.530.371

...............................................

156.451.092

143.860.981

782.255.393

719.391.352

Rekstrartekjur Iðgjöld atvinnurekenda Mótframlög stéttarfélaga

Rekstrargjöld Úthlutaðir styrkir ..............................................................

4

805.107.308

801.375.655

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

..................................

5

29.582.657

28.076.182

Markaðskostnaður ............................................................

6

1.429.691

2.017.210

Innheimtukostnaður .........................................................

Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða

16.728.622

15.402.861

852.848.278

846.871.908

(70.592.885 )

(127.480.556 )

78.180.848

82.941.922

(8.385 )

(32.666 )

(14.652.394 )

(16.856.935 )

63.520.069

66.052.321

(7.072.816 )

(61.428.235 )

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur

................................................................

Fjármagnsgjöld

...............................................................

Fjármagnstekjuskattur

7

.....................................................

Umframráðstöfun ársins

10

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

15


Efnahagsreikningur 31. desember 2021 Eignir

Skýr.

31.12 2021

31.12 2020

..................................................................

8

843.269.684

857.467.322

Óinnheimt iðgjöld ...........................................................

9

72.346.504

61.188.470

2.471.827

3.073.407

Veltufjármunir Verðbréfasafn

Aðrar skammtímakröfur ................................................... Handbært fé ....................................................................

28.339.495

27.553.108

946.427.510

949.282.307

10

882.130.213

889.203.029

.....................................

11

54.067.317

51.015.456

Aðrar skammtímaskuldir ..................................................

12

10.229.980

9.063.822

64.297.297

60.079.278

946.427.510

949.282.307

Eignir

Eigið fé og skuldir Eigið fé Óráðstafað eigið fé

.........................................................

Skuldir Reiknaður fjármagnstekjuskattur

Eigið fé og skuldir

16

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021


Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2021 Skýr.

2021

2020

(7.072.816 )

(61.428.235 )

Rekstrarhreyfingar Rekstrarniðurstaða

.........................................................

Hreinar fjármunatekjur

...................................................

Skammtímakröfur (hækkun) lækkun Skammtímaskuldir hækkun

...............................

............................................

(63.520.069 )

(66.052.321 )

(70.592.885 )

(127.480.556 )

(10.556.454 )

2.076.972

1.166.158

182.084

..........

(79.983.181 )

(125.221.500 )

Innborgaðir vextir af veltufjármunum

............................

777.953

1.293.380

Greiddir vextir af skammtímaskuldum

...........................

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum

(8.385 )

(32.666 )

(79.213.613 )

(123.960.786 )

80.000.000

120.000.000

80.000.000

120.000.000

..................................

786.387

(3.960.786 )

..............................................

27.553.108

31.513.894

28.339.495

27.553.108

Handbært fé frá rekstri Fjárfestingahreyfingar Verðbréfasöfn, breyting

.................................................

Hækkun ( lækkun ) handbærs fjár Handbært fé í upphafi árs

Handbært fé í lok árs

8

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

17


Skýringar og sundurliðanir 1. Starfsemi Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks var stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hins vegar þann 14. maí 2000. Sjóðurinn er eign VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Heimili og varnarþing er í Reykjavík.

2. Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks fyrir árið 2021 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum.

3. Reikningsskilaaðferðir Reikningsskilaaðferðum sem settar eru fram hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilum sem birt eru í ársreikningnum.

a. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.

b. Áhættustjórnun Almenn stefna sjóðsins er að takmarka gjaldeyris- og vaxtaáhættu.

c. Skráning tekna Tekjur eru færðar þegar til þeirra hefur verið unnið í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur. Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af bankareikningum, iðgjöldum og verðbréfaeign, auk arðstekna og gengishagnaðar af verðbréfaeign. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti.

d. Gjaldmiðlar og vísitölur Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð á gildandi gengi þess dags sem viðskiptin fara fram. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok reikningstímabils. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning.

e. Fjármagnsgjöld Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til.

f. Fjármagnsgjöld Hlutabréf og verðbréf í eigu sjóðsins eru verðbréf sem skráð eru á virkum markaði og eru eignfærð á markaðsverði í árslok. Gangvirðisbreytingar vegna þeirra eru færðar í gegnum rekstrarreikning.

g. Handbært fé Handbært fé sjóðsins samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum.

h. Óinnheimt iðgjöld Óinnheimt iðgjöld eru færð á nafnverði.

18

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021


Skýringar og sundurliðanir 4. Úthlutaðir styrkir 2021

2020

.................................................

740.886.774

747.909.838

...............................................

59.718.450

49.135.357

...................................................

2.793.584

821.354

................................................

1.708.500

3.420.648

Fræðslustyrkir til einstaklinga Styrkir til fyrirtækja og samtaka Fræðslustjóri að láni - styrkir Þróunar- og nýsköpunarstyrkir Aðrir styrkir

..............................................................................

0

88.458

805.107.308

801.375.655

2021

2020

................................................

27.823.722

26.069.510

....................................................................

5. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Umsýsluþóknun - greidd til VR Rekstur Áttarinnar

853.507

1.079.193

............................................................

225.512

270.946

...........................................................................

Aðkeypt tölvuþjónusta Endurskoðun

499.749

464.537

...........................................................

91.271

30.907

.......................................................

59.272

15.366

.....................................................................

29.624

145.723

29.582.657

28.076.182

Stjórn og stjórnarfundir Aðkeypt sérfræðiþjónusta Annar kostnaður

VR annast daglega umsjón með rekstri sjóðsins samkvæmt samningi þar um. Í því felst m.a. allt starfsmannahald, móttaka, skráning og afgreiðsla umsókna, símsvörun, svör við fyrirspurnum til sjóðsins, úrskurðir um vafaatriði og umfjöllun um kærur, ásamt uppfærslu upplýsinga á vef sjóðsins.

6. Markaðskostnaður Kynningarstarf

2021

2020

..........................................................................

35.000

672.456

Auglýsingar ...............................................................................

979.814

416.450

Hönnun, útgáfa og prentun ......................................................

414.877

560.700

0

367.604

1.429.691

2.017.210

2021

2020

..............................................

135.293

424.454

.........................................................

672.419

962.306

Kynning þróunarverkefna

.........................................................

7. Fjármunatekjur Vaxtatekjur af bankareikningum Vaxtatekjur af iðgjöldum

Vaxtatekjur af verðbréfaeign

...................................................

Gengishagnaður verðbréfasafns Þóknun vegna verðbréfasafns

4.845.633

4.848.736

.............................................

74.900.386

79.254.714

.................................................

(2.372.883 )

(2.548.288 )

78.180.848

82.941.922

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

19


Skýringar og sundurliðanir 8. Verðbréfasafn a. Þróun verðbréfaeignar á árinu:

Staða í ársbyrjun

31.12 2021

31.12 2020

857.467.322

901.118.493

...................................

(80.000.000)

(120.000.000)

...............................................

(11.570.774)

(5.206.332)

.....................................................................

Innborgað (útborgað) á verðbréfasöfn Greiddur fjármagnstekjuskattur Greiddar umsýsluþóknanir

......................................................

(2.372.883)

(2.548.288)

..............................................................

79.746.019

84.103.449

...........................................................................

843.269.684

857.467.322

Verðbreytingar ársins Staða í árslok

Nafnávöxtun á verðbréfaeign

.................................................

9.10%

8.09%

Raunávöxtun á verðbréfaeign

.................................................

3.94%

4.84%

b. Verðbréf og verðbréfasjóðir greinast þannig á einstaka flokka: 31.12 2021

31.12 2020

37.543.989

38.965.464

............

476.611.280

521.866.003

........................................................................

141.913.563

181.855.307

Innlán í bönkum og sparisjóðum

.............................................

Ríkisvíxlar, ríkisskuldabr. og skbr. m. ábyrgð ríkissjóðs - Íbúðabréf

- Verðtryggð ríkisskuldabréf

.............................................

134.965.394

151.736.786

.............................

199.732.323

188.273.910

.........................................

- Óverðtryggð ríkisskuldabréf og víxlar Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga

11.828.506

10.947.439

...

11.516.524

7.576.812

Sértryggð skuldabréf

..............................................................

53.338.423

51.542.925

Skuldabréf fyrirtækja

...............................................................

24.683.906

24.207.257

.................................................................................

Skuldabr. og víxlar banka, sparisj. og annarra lánastofnana

Hlutabréf

227.747.056

202.361.422

- Innlend hlutabréf

.............................................................

70.246.099

55.265.693

- Erlend hlutabréf

...............................................................

157.500.957

147.095.729

843.269.684

857.467.322

2021

2020

71.339.330

60.118.212

9. Óinnheimt iðgjöld LIVE og VR

..............................................................................

Vlf. Vestfirðinga

......................................................................

0

579.087

.........................................................

0

118.647

.......................................................................................

316.677

21.059

50.686

0

Stéttarfélagið Samstaða FVSA

Framsýn Stéttarfélag Vlf. Snæfellinga

.......................................................................

AFL starfsgreinafélag

20

............................................................... ..............................................................

STARFSMENNTASJÓÐUR Ársskýrsla 2021

50.274

0

589.537

351.465

72.346.504

61.188.470


Skýringar og sundurliðanir 10. Eigið fé Breytingar á eigin fé á árinu greinast þannig:

Yfirfært frá fyrra ári

..................................................................

Umframráðstöfun ársins Eigið fé 31.12. 2021

2021

2020

889.203.029

950.631.264

..........................................................

(7.072.816)

(61.428.235)

...............................................................

882.130.213

889.203.029

2021

2020

51.015.456

39.458.234

11. Reiknaður fjármagnstekjuskattur Staða í ársbyrjun

.....................................................................

Greiddur fjármagnstekjuskattur á árinu

..................................

(11.570.774)

(5.206.332)

14.622.635

16.763.554

54.067.317

51.015.456

31.12 2021

31.12 2020

0

21.866

............

0

1.378.197

............................

733.631

50.762

..........................

36.325

183.642

.......................

296.507

0

Breytingar á skuldbindingu vegna áf. fjármagnstekjuskatts

...

12. Skammtímaskuldir Ógreiddir styrkir - Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar

....................

Ógreiddir styrkir - Verslunarmannafélag Skagafjarðar Ógreiddir styrkir - Stéttarfélag Vesturlands Ógreiddir styrkir - Verkalýðsfélag Þórshafnar Ógreiddir styrkir - Verkalýðsfélag Vestfirðinga Ógreiddir styrkir - Stéttarfélagið Samstaða Ógreidd þóknun VR

............................

6.894

0

................................................................

8.999.665

7.252.805

Aðrar skammtímaskuldir

.........................................................

156.958

176.550

10.229.980

9.063.822

13. Atburðir eftir lok reikningsskiladags Það eru engir atburðir sem hafa komið upp eftir reikningsskiladag þessa ársreiknings sem gefa tilefni til leiðréttinga eða frekari upplýsingagjafar í ársreikningi ársins 2021.

STARFSMENNTASJÓÐUR

Ársskýrsla 2021

21


Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • www.starfsmennt.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.