Abraka­dabra – töfrar samtíma­listar

Abrakadabra – töfrar samtímalistar

Abrakadabra – töfrar samtímalistar

Hafnarhús

-

Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira.

Við bjóðum unglinga, ungmenni og alla sem eru forvitnir um samtímalist sérstaklega velkomna!

Abrakadabra er dularfullt orð sem tengist töfrum. Það er mjög gamalt og uppruni þess er ókunnur. Líklega er það dregið úr hinu forna tungumáli arameísku og þýðir: „Það sem ég segi verður að veruleika.“ Er það ekki dálítið eins og listamenn vinna? Þau fá hugmyndir og láta þær verða að listaverkum. Á sýningunni Abrakadabra er miðlað áherslum sem er að finna í deiglu samtímans. Hvað einkennir myndlist dagsins í dag? Hver eru viðfangsefni listamanna, aðferðir, efni og áskoranir?

Samhliða sýningunni er sett fram ríkuleg fræðsludagskrá ásamt miðlun á stafrænu formi.

Abrakadabra er jafnframt nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er að finna fróðleik sem eflir hugtakaskilning og menningarlæsi og hentar vel til kennslu og til að grúska í samtímalist..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun