Brúum bilið

Aðgerðaráætlunin Brúum bilið sem borgarstjórn samþykkti í nóvember 2018 miðar að því að fjölga leikskólaplássum. 

Áætlunin nær til ársloka 2026 og felst fyrst og fremst í byggingu nýrra leikskóla en einnig í viðbyggingum við eldri leikskóla, nýjum leikskóladeildum og fjölgun barna í sjálfstætt starfandi leikskólum. Á þessari síðu má sjá þau verkefni sem tekin hefur verið ákvörðun um og eru í vinnslu. Nýjum verkefnum verður bætt við eftir því sem þau eru ákveðin.

 

 

Uppbygging leikskóla

Athugið að áætlaðar dagsetningar geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.
Miðborgarleikskóli opnar við Njálsgötu árið 2023
Miðborgarleikskóli sem mun standa við Njálsgötu

Nýir leikskólar

Fjölmargir nýir leikskólar taka til starfa víðs vegar um borgina fram til ársins 2026.

Stækkun leikskóla

Brúum bilið felur í sér stækkun á leikskólum með viðbyggingum og nýjum leikskóladeildum víðs vegar um borgina. 

Leikskólinn Laugasól
Leikskólinn Laugasól er einn þeirra skóla sem munu stækka.
eikskólinn Maríuborg
Ný deild tekur til starfa á Maríuborg við Maríubaug

Nítján nýjar leikskóladeildir

Sjö nýjar leikskóladeildir og tólf sérútbúnar ungbarnadeildir munu taka til starfa fyrir árslok 2025.

Hvað breytist?

Alls felur áætlunin í sér opnun fjölda nýrra leikskóla á tímabilinu 2018-2026 og fjölga bæði leikskóladeildum og viðbyggingum við starfandi leikskóla í borginni. Brúum bilið nær m.a. til svokallaðra Ævintýraborga sem verða á fjórum stöðum í borginni og rúma munu 340 börn. Þá mun leikskólarýmum á sjálfstætt starfandi leikskólum fjölga töluvert. Alls mun leikskólaplássum í borginni fjölga um 2.000 á árunum 2019 til 2026 samkvæmt þessari áætlun.