Hakkaþon um samgöngukjarna

Borgarhönnun Heilsa

Hakkaþon um samgöngukjarna

Leitað er að skapandi fólki sem vill taka þátt í nýsköpunarspretti eða Hakkaþoni undir merkjum Climathon, sem nú er haldið á ný eftir tveggja ára hlé.

Þema hakkaþonsins er endurhugsun samgöngukjarna (Co-create Mobiliy Hub) og til að tengja hugmyndir  við veruleika verður leitað eftir tengingu þeirra við Hlemm og Borgarlínuna. Vinna við endurgerð á Hlemmi er að hefjast og Borgarlína verður að veruleika á næstu árum. Eins og yfirskriftin Climathon gefur til kynna verða áherslur á vistvænar hugmyndir sem styðja við loftslagsmarkmið.

Climathon sem er sólarhrings hakkaþon verður haldið 28.-29. október nk. í Vísindagörðum hjá Grósku. Opið er fyrir skráningu: Skrá þátttöku.

Að baki viðburðinum er evrópuverkefnið SPARCS, en Reykjavíkurborg er þátttakandi í gegnum rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og heldur utan um þræði hérlendis.

Tækifæri til að sjá hugmynd verða að veruleika

 "Climathon er gott tækifæri til að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika," segir Silva Lam, verkefnisstjóri í atvinnu- og borgarþróun hjá Reykjavíkurborg.   Auk peningaverðlauna fyrir bestu hugmyndina verða þátttakendur í samskiptum við fulltrúa borgarinnar og hagaðila um hvernig mögulegt er að raungera þær hugmyndir sem koma fram.

 Eftirtalin taka þátt í samtali við þátttakendur:

  • Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálun á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
  • Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður á skrifstofu samgangna og borgarhönnunar hjá USK
  • Þorsteinn Rúnar Hermannsson, forstöðumaður þróunar hjá Betri Samgöngum
  • Eyþór Máni hjá HOPP 
  • Daði Áslaugarson  hjá Strætó 

 Tengt efni: