Scriptorium ehf

Scriptorium ehf.

Þýðingar, yfirlestur og ráðgjöf.

Scriptorium ehf.

Hvað gerum við?

Það sem við gerum best: Scriptorium er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þýðingum úr íslensku á ensku. Bara. Okkar sérsvið er lagaþýðingar og textar um fjármál, tryggingar, sjávarútveg og menntamál. Einnig býður fyrirtækið upp á textaráðgjöf, yfirlestur og túlkun milli ensku og íslensku.


Lykilorð okkar:

  • Sveigjanleiki og persónuleg þjónusta

  • Notkun bestu hátækniverkfæra

  • Áratuga reynsla

  • Gæði í sérflokki

 
image001.png

Hafðu samband

➤ Heimilisfang

Lundi 23
200 Kópavogur

☎ Upplýsingar

keneva@scriptorium.is
(+354) 562-7504

(+354) 898-7966

 

Okkar Þjónusta


Þýðingar

Scriptorium sérhæfir sig í þýðingum á nytjatexta, einkum:

  • lagatexta

  • texta um efnahags- og fjármál

  • texta um sjávarútveg

Til að tryggja samræmi og gæði í þýðingunum notum við sérhæfðan tungumálagagnagrunn, sem er tengdur þýðingarforriti. Þetta veitir sjálfvirkan aðgang að öllum fyrri þýðingum á tilteknu sviði eða fyrir ákveðna viðskiptavini og tryggir þannig samræmi í orða- og hugtakanotkun. Allar þýðingar á okkar vegum eru auk þess lesnar yfir tvisvar til að tryggja gæði og nákvæmni.


Yfirlestur

Scriptorium býður yfirlestur á ýmiskonar texta, t.d.:

  • auglýsinga- og kynningartexta

  • handbókum

  • fréttablöðum

  • fréttatilkynningum

Kostnaður við að fá færan yfirlesara til að laga og bæta texta á erlendu máli fyrir útgáfu verður aðeins brot af útgáfukostnaðinum en getur skipt sköpum.



Túlkun og Ráðgjöf

Scriptorium býður sérsniðna tungumálaaðstoð. Þetta getur falið í sér:

  • túlkun á fundum og ráðstefnum

  • dómtúlkun

  • notkun þýðingaforrita og gagnagrunna fyrir starfsemi á mörgum tungumálum

  • o. fl.

Hvers vegna okkur?


Ímynd

Ímynd fyrirtækis byggist meðal annars á því efni sem það birtir eða sendir frá sér. Það borgar sig að fá fagaðila til þess að sjá um eða fara yfir texta á erlendu máli.


Skilningur

Mikilvægt er að rétt merking komist til skila þegar efni er yfirfært á annað tungumál. Misskilningur eða rangfærslur kosta bæði tíma og peninga.
 


Tæknistig

Scriptorium leggur mikla áherslu á að nýta upplýsingatækni við þýðingar. Notkun nýjustu tækni í vélstuddum þýðingum flýtir fyrir og tryggir að verkið klárist hratt og örugglega.