Blaða- og fréttamennska, MA, 120 einingar

Aðgangskröfur:
BA, BS, B.Ed. próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf. Fjöldi nýrra nemenda á ári er takmarkaður við 21.
Tilhögun náms:
Fullt nám.
Námskröfur:

Ljúka þarf 120 einingum fyrir lokapróf. Námið skiptist eftirfarandi hluta: Skyldunámskeið 62 einingar, bundið val 6 einingar, valnámskeið 22 einingar og lokaverkefni 30 einingar. Blaða- og fréttamennskunemar eru hvattir til að skoða möguleika á að taka hluta af námi sínu við erlenda blaðamennskuháskóla. Námsgreinin er m.a í samstarfi við skóla annars staðar á Norðurlöndum sem bjóða upp á skiptinám.

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Tveggja ára verklegt og fræðilegt framhaldsnám í blaða og fréttamennsku. Námið telst fullgilt MA-próf. Inntökuskilyrði eru BA-, BS- eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn.
MA-nám í blaða- og fréttamennsku er tveggja ára nám (120e). Gert er ráð fyrir að nemendur stundi fullt nám. Nemendur geta sótt um að taka námið á lengri tíma, þó ekki lengri en þremur árum.