Ársfundur 2020

14. maí 2020

Ársfundur 2020

Verður haldinn 4. júní

Í framhaldi af tilslökunum á samkomubanni hefur verið ákveðið að ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verði haldinn 4. júní næstkomandi kl. 17:15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Ársskýrsla 2019 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
  3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
  4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
  5. Kosning stjórnar. Smelltu hér til að sjá kynningu á frambjóðendum.
  6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
  7. Ákvörðun um laun stjórnar.
  8. Önnur mál.


Stjórnarkjör

Samkvæmt samþykktum skal stjórn sjóðsins skipuð þremur konum og þremur körlum. Á ársfundi sjóðsins lýkur kjörtímabili Ólafs H. Jónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur, aðalmanna, og Helgu Jónsdóttur, varamanns. Í aðalstjórn skal kjósa eina konu og einn karl til þriggja ára en í varastjórn skal kjósa eina konu til þriggja ára.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal skila framboðum til aðalstjórnar ekki síðar en viku fyrir ársfundinn, í síðasta lagi fyrir kl. 24:00 fimmtudaginn 28. maí 2020. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Varamenn eru kosnir í sérstakri kosningu þegar kjör aðalstjórnarmanna hefur farið fram.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

 

Hægt verður að horfa á útsendingu frá ársfundinum hér:

 

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir um lífeyrismál, viðburði og starfsemi sjóðsins.