Ford Explorer AWD Plug-In Hybrid
- Gerður fyrir lífsins ævintýri

Explorer Plug-In Hybrid

5 dyra, AWD

Verð frá 13.350.000 kr.
Eyðsla frá 3,1 l/100
CO₂ losun frá 71 g/km

Fjórhjóladrifinn Ford Explorer tengiltvinn rafbíll er búinn öflugri tvinnaflrás sem er samsett af 3,0 lítra EcoBoost V6 bensínvél auk 10 gíra sjálfskiptingu og rafmótor á milli skiptingar og vélar sem sækir orku úr 13,6-kWh drifrafhlöðu, aflrás sem skilar alls 457 hestöflum og 825 Nm af togi.

Ford Explorer AWD tengiltvinn rafbíll er 7 sæta lúxusjeppi sem hentar einstaklega vel í lengri ferðir á fjöll, veiði, skíði eða í önnur ævintýri enda með 20 cm. veghæð og dráttargetu upp á 2.500 kg. Hann er einnig einstaklega hentugur í borgarakstur á hreinu rafmagni með drægni upp á 42 km. með drifrafhlöðu sem er 13,6 kWh sem er bæði auðvelt og fljótlegt að hlaða.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og bókaðu reynsluakstur þegar þér hentar best.

Bóka reynsluakstur


Skoðaðu lausa bíla í Vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn eða taktu bíl frá. Þú getur líka smellt á rauða hnappinn "Hafðu samband" til að taka frá bíl eða fá allar nýjustu upplýsingar hjá söluráðgjafa sem svarar um hæl.

Skoðaðu myndbönd um Plug-in Hybrid tæknina, fjórhjóladrifið og snjallar lausnir í Explorer hér neðar á síðunni.

Ríkulegur búnaður

Nýr Ford Explorer AWD PHEV kemur í tveimur útgáfum, Platinum og ST-Line útgáfu. Báðar þessar útgáfur eru hlaðnar ríkulegum staðalbúnaði sem er með því flottasta sem er í boði. Sérhvert smáatriði er úthugsað til að tryggja lúxustilfinningu, hvort sem þú ert að aka um í borginni eða í meira krefjandi landslagi. Hann er með 10,1 tommu snertiskjá, nýjustu útgáfuna af SYNC 3 samskiptakerfinu, með FordPass Connect tengingu, Bang & Olufsen hljóðkerfi með 14 hátölurum þannig þér líður alltaf vel við aksturinn sem verður einstaklega skemmtilegur. Að auki er 360° myndavél með tvískiptum skjá, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, BLIS með aðvörun fyrir hliðarumferð, umferðaskiltalesari og veglínuskynjari, árekstrarvari að framan sem skynjar einnig gangandi og hjólandi vegfarendur til að tryggja öryggi.

Gjörbreytt, einstaklega fallegt útlit og glæsilegar innréttingar

Nýr Ford Explorer AWD Plug-In Hybrid er endurhannaður frá grunni með nýju, einstaklega fallegu útliti sem er kröftugt og vekur aðdáun annarra vegfarenda. Ford Explorer er einstaklega rúmgóður og með lúxusrými fyrir 7 manns í þremur sætaröðum og því er nóg pláss fyrir alla og risastórt farangursrými. Farangursrýmið aftan við 5 sæti er 635 lítrar og þegar öll aftursætin eru felld niður þá mælist farangursrýmið 2.274 lítrar. Innra rýmið býður upp á 123 lítra geymslupláss um allan bílinn sem gefur öllum farþegum gott pláss fyrir sig og sína hluti. Þar með eru taldir 12 glasahaldarar. 

Öflug, sparneytin og vistvæn Plug-in Hydrid aflrás

Fjórhjóladrifinn Ford Explorer AWD Plug-in Hybrid er búinn öflugri tvinnaflrás sem er samsett af 3,0 lítra EcoBoost V6 bensínvél auk 10 gíra sjálfskiptingu og rafmótor á milli skiptingar og vélar sem sækir orku úr 13,6-kWh drifrafhlöðu, aflrás sem skilar alls 457 hestöflum og 825 Nm af togi. Drægni á rafmagninu einu saman er um 42 km. 

Styrkur Explorer er mikið afl og öflug sjálfskiptingin leyfir mikla dráttargetu eða um 2.500 kg.

Ford gæði frá Brimborg

Það er 5 ára verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem keyptir eru hjá Ford á Íslandi | Brimborg skv. skilmálum fyrir lengri verksmiðjuábyrgð Brimborgar.

Fimm stjörnu öryggi

Ford heldur áfram að fá hæstu einkunn í öryggismálum og nú með nýja Ford Explorer Plug-in Hybrid AWD sem hefur hlotið hámarks fimm stjörnu öryggisvottun af  Euro NCAP.  Ford Explorer Plug-in Hybrid er fyrsti rafmagnaði Ford til að fá hámarks öryggismat Euro NCAP í kjölfar nýrra og strangari prófunarreglna.

Rafbílar

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla.  Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hafðu samband

Hafðu samband eða taktu frá bíl með því að smella á rauða hnappinn hér að ofan.

Kynntu þér Ford Explorer Plug-In Hybrid betur

Kynntu þér Ford Explorer tengiltvinn tæknina

Kynntu þér öflugt fjórhjóladrifið í Explorer

Kynntu þér snjallar lausnir í rúmgóðum, 7 sæta Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.