Húsfyllir á Kvennaþingi

Þingið er hluti af dagskrá sem markar fjörtíu ára afmæli …
Þingið er hluti af dagskrá sem markar fjörtíu ára afmæli fyrstu framboða Kvennalistans. mbl.is/Óttar

Þing Kvennalistakvenna um stöðu kvenna í íslensku þjóðfélagi hófst klukkan eitt á Hilton Reykjavík Nordica. Sex konur flytja erindi um ýmis málefni sem er ætlað að kveikja umræður meðal þingfara.

Þingið er hluti af dagskrá sem markar fjörutíu ára afmæli fyrstu framboða Kvennalistans.

„Okkur fannst ástæða til þess að nýta þennan vettvang í að bjóða upp á samræður,“ segir Kirstín Ástgeirsdóttir, einn aðstandenda þingsins og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans, í samtali við mbl.is. 

Það er þéttsetið á þinginu en skipuleggjendur binda vonir við …
Það er þéttsetið á þinginu en skipuleggjendur binda vonir við að líflegar umræður muni skapast á borðunum. mbl.is/Óttar

Fjörtíu ár frá fyrsta framboði Kvennalistans

Kvennalistinn bauð fyrst fram lista á vormánuðum 1982 til borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar. Þá voru helstu baráttumál flokksins að bæta úr dagvistarmálum barna, efla skólastarf og minnka launamisrétti.

Spurð hvort þessi mál séu ekki að enduróma á forsíðum blaða í dag svara Kristín því játandi og segir það merkilegt hvernig slík mál geti komið upp aftur og aftur.

„Við búum enn þá við launamisrétti og nú eru dagvistarmál barna aftur orðin að vanda,“ segir Kristín og nefnir einnig stöðu kvenna á erlendum vettvangi í því samhengi.

„Nú síðast í morgun las maður að ríki í Bandaríkjunum hafi leitt í lög bann við notkun þungunarlyfja,“ segir Kristín og vísar þar til fregna frá Wyoming sem varð með því fyrsta ríki Bandaríkjanna til að banna slík lyf.

Þingið hófst klukkan 13 á Hilton Reykjavik Nordica.
Þingið hófst klukkan 13 á Hilton Reykjavik Nordica. mbl.is/Óttar

Kveikjur um ýmis málefni

Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélag Íslands, mun flytja ávarp eða „kveikju“ á þinginu í dag en auk hennar munu þær Finnborg Salome Þóreyjar Steinþórsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir og Sonja Ýr Þorbergsdóttir einnig ávarpa þingið.

Efnistök eru fjölbreytt, allt frá loftslagsmálum og stríðsátökum til fjármalastjórnunar og mannréttinda.

Kristín gerir ráð fyrir húsfylli á þinginu í dag en þingið hófst sem áður segir klukkan eitt og mun standa til klukkan fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert