top of page

INNRI ÚTTEKTIR - ISO 9001:2015

Fyrir hverja er námskeiðið?

Starfsfólk sem sinnir eða er ábyrgt fyrir innri úttektum og aðra þá sem vilja bæta árangur og verklag við innri úttektir.

Hvert er markmið námskeiðsins?

Að þátttakendur kynnist aðferðafræði innri úttekta á stjórnunarkerfum í samræmi við staðal ISO 19011 Leiðbeiningar um innri úttektir stjórnunarkerfa.  Tekið er mið af nýjustu útgáfu staðalsins ISO 9001 en námskeiðið gagnast einnig þeim sem eru með stjórnunarkerfi samkvæmt öðrum stöðlum svo sem IST 85, ISO 14000, ISO 17000, ISO 22000, ISO 27000 og ISO 45000. Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni og þekkingu til að undirbúa, framkvæma og ljúka innri úttektum sem og að greina orsakir frábrigða og vinna að úrbótum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað eru innri úttektir?

  • Leiðbeiningar um innri úttektir og skilgreiningar - Staðallinn ISO 19011.

  • Kröfur ISO 9001:2015 og annarra stjórnunarstaðla um kerfisbundna rýni.

  • Gerð áhættumiðaðrar úttektaáætlunar (Risk based Audit program).

  • Skipulag innri úttektar (Audit plan).

  • Framkvæmd innri úttektar (Conducting the Audit).

  • Viðtalstækni í innri úttektum.

  • Framsetningu niðurstaðna og lokaskýrsla (Findings, Conclusions and Audit report).

  • Úrbætur/úrbótaáætlun (Corrective action plan, CAP).

  • Orsakagreiningu (Root Cause Analysis).

  • Eftirfylgni (Audit follow up).

Aðrar upplýsingar:

Lengd námskeiðsins er einn dagur, 6 tímar.  Kennt er frá 09:00 - 16:00, hádegishlé er frá kl. 12:00 - 13:00.  Hádegisverður og kaffiveitingar eru innifaldar í verði námskeiðs.
Leiðbeinandi er Garðar Jónsson, stjórnunarráðgjafi og fyrrum gæðastjóri hjá Matvælastofnun.

Verð er 95.000 kr.  -  Snemmskráningargjald er 79.000 kr. til og með 20. september 2023.

Þátttakendur fá skírteini að námskeiði loknu.

Næsta námskeið verður haldið þann 5. október 2023 að Laugavegi 163, Reykjavík. 

bottom of page