Grand Hótel

Landsfundur

Landsfundur verður haldinn dagana 28. & 29. okt. á Grand Hótel.

Allir félagar í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands eiga sæti á landsfundum með málfrelsi og tillögurétti.

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt á þessum viðburði sem jafnframt er æðsta vald flokksins.

Landsfundur 2022 verður að miklu leiti aðgengilegur í fjarfundi, er það sérstaklega hugsað fyrir þau sem ekki hafa tök á að vera á Grand hótel, þó við vonumst til að sjá sem flest með okkur á staðnum. Notast verður við Whova, þar verða öll landsfundargögn og upplýsingar aðgengilegar og verður fundurinn því að mestu pappírslaus. Streymt verður frá öllum helstu viðburðum í stóra salnum og verður það aðgengilegt landsfundarfulltrúum, þó verður ekki hægt að taka þátt í umræðum en hægt verður að fylgjast með þeim. Kosningar á fundinum verða rafrænar og kosið með snjalltækjum og tölvu. Landsfundarfulltrúar þurfa því að tryggja að þeir hafi gild rafræn skilríki eða íslykil fyrir landsfund, aðgang að interneti og snjalltæki eða tölvu sem hægt er að nýta til að kjósa.

Loading...