Opinber stjórnsýsla, Viðbótardiplóma, 30 einingar

Aðgangskröfur:
BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf
Tilhögun náms:
Hlutanám.
Námskröfur:

Ljúka þarf 30 einingum fyrir lokapróf. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: Skyldunámskeið 12 einingar, valnámskeið í opinberri stjórnsýslu 18 einingar. Nemendur geta einnig valið sérhæfingu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Skyldunámskeið eru þá 18e og valnámskeið 12e.

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Diplóma lokið með fyrstu einkunn veitir aðgang að meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við.
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Diplóma í opinberri stjórnsýslu er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nemendur sem sækja um í meistaranám í opinberri stjórnsýslu (MPA) og fá heimild til að innritast í það, fá diplómanám sitt metið að fullu (30e) inn í MPA-námið. Vinsamlega athugið þó að þetta á ekki alltaf við þegar MPA-nemendur velja að taka sérhæfingu.