Alþjóðasamskipti, MA, 120 einingar

Aðgangskröfur:

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn (7,25). Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5).

Tilhögun náms:
Fullt nám.
Námskröfur:

Ljúka þarf 120 einingum fyrir lokapróf. Námið er skipulagt sem tveggja ára fullt nám, en hægt er að ljúka því á lengri tíma. Sameiginlegur kjarni er 66 einingar, valnámskeið 24 einingar. Náminu er lokið með 30 eininga MA-ritgerð.

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
Starfsréttindi (ef við á):
Á ekki við.
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

MA-nám í alþjóðasamskiptum er 120e hagnýtt og fræðilegt nám með það að markmiði að þjálfa nemendur fyrir vinnumarkaðinn og/eða rannsóknarvinnu með frekara nám í huga. Kjarni námsins miðar að því að veita nemendum ákveðna grunnkunnáttu í alþjóðasamskiptum og aðferðafræði félagsvísinda. Nemendur taka 90e í námskeiðum og skrifa 30e MA-ritgerð.

Nemendur geta sótt um að fá starfsnám hjá alþjóðastofnun metið sem hluta af námi. Sjá nánar