Kennsluskrá Háskóla Íslands, námsleiðir og diplómur

Námsleið lýkur með prófgráðu og að baki henni er t.d. þriggja (180 eininga) eða fjögurra ára nám (240 einingar). Þriggja ára námsleiðir geta verið samsettar úr aðalgrein (120 e) og aukagrein (60 e). Í vissum tilvikum getur verið mögulegt að velja tvær 120 e aðalgreinar. Diplómanám getur verið styttra en 60 einingar og lýkur því ekki með formlegri prófgráðu - slíkt nám fæst þó oft metið, með ákveðnum skilyrðum, sem hluti af gráðu á nýjum námsferli. Námsleiðir og diplómur geta haft ólík kjörsvið. Upplýsingar um umsókn um grunnnám.


Meistaranám tekur yfirleitt tvö námsár og doktorsnám þrjú - sjá nánar í lýsingu hverrar námsleiðar. Upplýsingar um umsókn um framhaldsnám.


Fullt nám í eitt kennsluár er metið til 60 eininga, 30 á hvoru misseri. Einingar Háskóla Íslands eru jafngildar ECTS-einingum (European Credit Transfer System).

Skipt eftir fræðasviðum og deildum 
Stjórnmálafræðideild
 
Grunnnám Framhaldsnám

Til baka